ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR HELGINA 20.-21. MAÍ
UN DX keppnin stendur yfir laugardaginn 20. maí frá kl. 06:00 til 21:00. Hún fer fram á SSB og CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
https://undxc.kz/rules-eng/
Skilaboð: Stöðvar í Kazakhstan senda RS(T)+svæðiskóða. Aðrir: RS(T)+raðnúmer.
NZART SANGSTER SHIELD keppnin fer fram helgina 20.-21. maí á CW á 80 metrum. Keppnin er tvískipt. Fyrri hluti á laugardag kl. 08:00 til 11:00 og síðari hluti á sunnudag kl. 08:00-11:00.
https://www.nzart.org.nz/activities/contests/sangster-shield/
Skilaboð: ZL stöðvar senda RST+raðnúmer+ZL sérnúmer. Aðrir: RST+raðnúmer.
HIS MAJESTY THE KING OF SPAIN CW keppnin hefst á laugardag 20. maí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 21. maí kl. 12:00. Keppnin fer fram á morsi á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
https://concursos.ure.es/en/s-m-el-rey-de-espana-cw/bases/
Skilaboð: EA stöðvar senda RST+2 bókstafi fyrir hérað. Aðrir: RST+raðnúmer.
EU PSK DX keppnin hefst á laugardag kl. 12:00 og lýkur sunnudag kl. 12:00. Keppnin fer fram á BPSK63 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
https://eupsk.club/eupskdx/eupskdxrules.pdf
Skilaboð: Stöðvar í Evrópu gefa upp RST+DXCC einingu. Utan EU: RST+raðnúmer.
BALTIC keppnin hefst á laugardag kl. 21:00 og lýkur á sunnudag kl. 02:00. Keppnin fer fram á SSB og CW á 80 metrum.
http://www.lrsf.lt/en/
Skilaboð: RS(T)+raðnúmer.
FISTS SUNDAY SPRINT keppnin stendur yfir sunnudaginn 21. maí frá kl. 21:00 til 23:00. Hún fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum á morsi.
https://fistsna.org/operating.php#sprints
Skilaboð: RST +(ríki í USA eða fylki í Kanada eða DXCC eining)+Nafn+(FISTS númer eða „none“ ef ekki FISTS félagi).
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!