,

Horfinn turn

Fyrir nokkrum árum fékk ÍRA vandaðan 15 m háan turn gefins. Turninn er gerður úr fimm galvaniseruðum einingum sem hver er 3 m að lengd. Á meðfylgjandi mynd sjást þeir TF3BJ og TF3G huga að turninum í portinu við húsakynni félagsins í Skeljanesi.

Nú ber svo við að turninn finnst ekki í Skeljanesi sem er bagalegt. Nokkrir vaskir félagar eru tilbúnir að setja hann upp til að strengja í hann loftnet fyrir 160 m og 80 m. Nú erum við nærri sólblettalágmarki og því eru þessi bönd sérstaklega verðmæt.

Ef einhver veit hvar turninn er eða um afdrif hans væri frábært að fá um það vitneskju. Hægt er að senda tölvupóst til ira@ira.is eða hafa samband við stjórnarmenn.

Með fyrirfram þökkum og 73

Stjórn ÍRA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 + eight =