,

Horft fram á veginn um áramótin

Kæru félagar og aðrir radíóáhugamenn,

Við í stjórn ÍRA sendum ykkur bestu óskir um heillaríkt komandi ár og þökkum stuðning ykkar við félagið á liðnum árum.

Við byrjum nýja árið næsta fimmtudagskvöld á að fara yfir Útileika síðustu tveggja ára og ræða um okkar reynslu af Útileikunum og hugmyndir sem komið hafa fram sem leitt gætu til aukinnar þáttöku. Ýmislegt annað verður til umræðu allt eftir tíma og ykkar áhuga.

Nú fer að styttast í aðalfund og frestur til að skila tillögum um breytingar á lögum félagsins rennur út 14. janúar.

Við minnum ykkur líka á að muna eftir að endurnýja  sérleyfin á 1850-1900 kHz, 160 metrum og 70.000-70.200 MHz, 4 metrum ef þið ætlið að nota þau tíðnibönd. Sjá nánar á: Tíðnisvið radíóamatöra á Íslandi. Sérleyfið á 60 metrum er í skoðun og endurmati en þau leyfi sem veitt hafa verið gilda áfram eða þar til PFS gefur út endurnýjað leyfi eða sérleyfi. Þeir sem eru með gilt sérleyfi til 31.12.2016 þurfa ekkert að gera í bili en þeir sem ekki hafa haft leyfi á 60 metrunum en vilja fara í loftið á bandinu núna næstu daga ættu að senda póst á Hörð hjá PFS hrh@pfs.is, við látum ykkur vita hvernig þessu verður háttað eins fjótt og niðurstaðan verður ljós.

f.h. stjórnar ÍRA 73 de TF3JA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × four =