,

HUNGARIAN DX KEPPNIN 2023

Hungarian DX keppnin verður haldin 21.-22. janúar.

Keppnin fer fram morsi og tali á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Öll sambönd gilda og í boði eru 16 keppnisflokkar.

QSO punktar: 2 fyrir QSO innan EU, 5 utan og 10 fyrir QSO við HA stöðvar. Ef þátttaka er bæði á SSB og CW fást QSO punktar fyrir hvora tegund útgeislunar.

Margfaldarar eru einingar (lönd) samkvæmt DXCC og WAE listum og sýslur í Ungverjalandi (BA, BE, BN, BO, BP, CS, FE, GY, HB, HE, SZ, KO, NG, PE, SO, SA, TO, VA, VE, ZA) á hverju bandi, burtséð frá tegund útgeislunar. Skila þarf keppdagbókum innan 5 daga eftir að keppni lýkur.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

http://ha-dx.com/en/contest-rules
https://ha-dx.com/en/submit-log

Verðlaunaplattar fyrir árið 2020 í Hungarian DX Contest. Ofar er sýnishorn af viðurkenningarskjali í keppninni.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve − nine =