,

IARU “Global Simulated Emergency Test” 8. nóvember

Alþjóðaradíóamatörasamtökin IARU Region 1 gangast fyrir neyðarfjarskiptaæfingu þann 8. nóvember nk. Nokkrir áhugamenn um neyðarfjarskipti innan vébanda ÍRA hafa íhugað að virkja félagsstöðina TF3IRA í þessari æfingu og óska eftir liðsinni. Þetta er ekki keppni heldur æfing, ekki ósvipuð útileikum ÍRA sem eru einnig prýðisæfing fyrir neyðarfjarskipti. TF3JA hefur skrifað ítarlegri pistil um æfinguna á nýja spjallinu. Er það kjörinn vettvangur til frekari umræðna um málið.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 5 =