,

IARU HF World Championship keppnin 2010

Myndin er tekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3LMN.

ARU HF World Championship keppnin verður að þessu sinni haldin 10. til 11. júlí n.k. Þetta er sólarhringskeppni og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. júlí og lýkur kl. 12 á hádegi sunnudaginn 11. júlí. Hugmyndin er, að félagsstöðin verði virk í keppninni og hefur Í.R.A. fengið heimild PFS til notkunar á sérstöku kallmerki, TF3HQ, í keppninni. Flest landsfélög radíóamatöra í heiminum starfrækja klúbbstöðvar sínar með kallmerkjum sem hafa viðskeytið “HQ”. Hvert QSO við slíka stöð gefur margfaldara á við ITU svæði (ITU zone).

Keppnin fer fram á morsi og á einhliðarbandsmótun á 10, 15, 40, 80 og 160 metra böndunum og er opin öllum radíóamatörum. Veiting viðurkenningarskjala til þátttakenda er hefðbundin, en að auki eru veittar sérstakar viðurkenningar (Achievement level awards) til allra sem ná a.m.k. 250 QSO’um og a.m.k. 75 í heildarmargfaldara.

Hugmyndin er, að félagsmenn geti skráð sig til þátttöku í verkefninu til kl. 18:00 þann 5. júlí n.k. Áhugasamir eru beðnir að snúa sér til Sveins Braga Sveinssonar, TF3SNN, stöðvarstjóra sem annast skráninguna Email .

Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu ARRL: http://www.arrl.org/iaru-hf-championship

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 1 =