,

IARU keppnin gekk eftir vonum

Sigurður Jakobsson, TF3CW, starfrækti kallmerkið TF3HQ frá félagsstöðinni í IARU HF World Championship keppninni sem lauk á hádegi í dag (sunnudag). Skilyrðin á efri böndunum voru þokkaleg, en skilyrðin leyfðu þó nánast einvörðungu sambönd á 20 metrunum. Siggi hafði alls 935 QSO á CW miðað við 8,5 klst. þátttökutíma. Það er í raun góður árangur miðað við aðstæður, en ekki náðist að nota Harris RF-magnara félagsins að neinu gagni (max. 300W) vegna þess að ef útgangsafl var aukið, komst RF inn á tölvukerfið og eyddi út dagbókarfærslum í “Win-Test” forritinu sem er, eins og gefur að skilja, afar bagalegt (þ.e. bæði að missa út dagbókarfærslur og þurfa að endurræsa forritið). Sigurður var að öðru leyti mjög ánægður með aðstöðuna í fjarskiptaherberginu, þ.m.t. með virkan SteppIR 3E Yagi loftnets félagsins.

Forgangsatriði er að gera stöðina starfhæfa á QRO og mun Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, stöðvarstjóri ganga í málið strax í vikunni.

Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurði fyrir þátttökuna í keppninni.

 TF2JB
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 + twenty =