,

IARU svæðis 1 ráðstefnunni í VARNA, Búlgaríu er lokið

Frekari fréttir frá niðurstöðum ráðstefnunnar verða birtar hér um leið og fundargerðir og gögn frá ráðstefnunni birtast á vef IARU. Margir bíða eflaust eftir fréttum af hvernig IARU ætlar að taka á fjarstýringu amatörstöðva milli landa og hvaða leiðir IARU finnur til að auka áhuga ungs fólk á radíóamatöráhugamálinu.

Nýr formaður hefur tekið við, Don Beattie, G3BJ, ýmislegt áhugavert kom fram á ráðstefnunni eins og það sem…

Mats SM6EAN setti á heimasíðu sænska amatörfélagsins, ssa.se um kynningu á FUNcube-1 CubeSat og fleira.

“Graham Shirville G3VZV sagði frá FUNcube-1 gervihnettinum sem settur var á loft í nóvember 2013. Gervihnötturinn er teningur að rúmmáli einn líter eða 1x1x1 desimeter. Með fartölvu, FUNcube SDR dongle og krossloftneti í höndunum á  Kjetil Toresen LA8KV, tók Graham á móti gagnastraumi og sýndi á tölvunni. Gagnastraumurinn frá gervihnettinum á 145.935 MHz heyrðist einnig á handstöð sem stillt var á SSB móttöku.

 

Graham Shirville G3VZV sýnir FUNcube-1 með Kjetil Toresen LA8KV á loftnetinu

Hamnet háhraðanet sem er víða í uppbyggingu var kynnt og rætt um hvernig IARU gæti stutt þróun þess.”

Póst frá Mats SM6EAN má lesa á sænsku http://www.ssa.se/iaru-reg-1-dag-4/

FUNcube http://FUNcube.org.uk/

FUNcube SDR Dongle http://FUNcubeDongle.com/

Hamnet http://hamnetdb.net/

IARU svæðis 1 ráðstefnuskjöl og -myndir eru á http://iarur1con2014.bfra.bg/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 + 18 =