IARU WORLD CHAMPIONSHIP 2024
IARU HF World Championship keppnin fór fram um helgina 13.-14. júlí. Keppnin fór samtímis fram á SSB og CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Félagsstöð ÍRA, TF3W var starfrækt í keppninni og virkjaði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW stöðina frá Skeljanesi. Keppt var í blönduðum flokki (e. mixed) á CW og SSB og var niðurstaðan 2,008,380 punktar. Heildarfjöldi sambanda var alls 2.878; 2.851 á CW og 27 á SSB. (Sjá nánar í töflu).
Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar fyrir þátttökuna frá félagsstöðinni og ekki síst fyrir alla þá vinnu og búnað sem hann lagði í undirbúning keppninnar. Ennfremur þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T sem veitti tæknilega aðstoð við undirbúning.
Önnur TF kallmerki (en TF3W) sem vitað er um að tóku þátt IARU World Championship keppninni um helgina: TF2LL, TF2MSN, TF3DC, TF3JB, TF3JG, TF3SG (tók þátt undir kallmerkinu TF3D, TF/UT4EK – (tók þátt undir kallmerkinu TF3D), TF3VS, TF4WD, TF8KW og TF8KY.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!