,

ISTRA KEPPNISRÁÐSTEFNAN 2024

3. Istra keppnisráðstefnan hófst í gær (fimmtudag) í borginni Poreč  á vesturströnd Króatíu (Istriaskaganum) og lýkur á sunnudag 6. október. Það er 9A1P keppnishópurinn sem stendur að ráðstefnunni.

Alls eru 12 fjölbreytt erindi á dagskrá, sbr. vefslóðina: https://icc2024.9a1p.com/#services

Ath. að “Live-stream” vefslóðin í fyrramálið (laugardag) er:

https://youtube.com/@mirko9a6kx32?si=X3ViuLe0qRqTcvGQ fyrramálið kl. 09 að staðartíma (kl. 07 að ísl. tíma) munu S52KA og S53ZO útskýra „S53Matrigs – S53M Switching System“ kerfið sem unnið hefur verið að þróun á. Mælt er með að íslenskir leyfishafar, áhugasamir um keppnir, láti erindið ekki framhjá sér fara. Ath. að þetta er “Live-stream” útsending í fyrramálið (laugardag).

Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW fyrir upplýsingarnar.

Stjórn ÍRA.

Myndin er frá hafnarborginni Poreč í Króatíu sem er ein af elstu byggðum á Istria skaganum (í meir en 2000 ár).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × five =