,

Keppnisstöðvar – Leirvogur

Tveir hlekkir á sjónmyndir frá stórum keppnisstöðvum:

NR5M

og RU1A

Leirvogur

Heimsókn í segulmælingastöðina í Leirvogi um hádegisbil miðvkudaginn 10. desember 2014. Í segulmælingastöðinni er fylgst með breytingum á styrk og stefnu segulsviðs jarðar. Styrkur sviðsins er mældur í nanoTESLA, með einstökum heimasmíðuðum mæli, mælistærðin styrkur seglusviðs jarðar er um 52000 nanoTESLA og mælt er með eins nanoTESLA nákvæmni. Stefnan er mæld miðuð við áttina að ákveðinni vörðu ekki langt frá stöðinni en ekkert sást til vörðunnar í óveðrinu. Ætlunin var að taka mikið af myndum og fræðast betur um stöðina ásamt því hvernig hægt er að nýta mælingarnar til að spá í HF skilyrðin og hvort hægt væri að sjá fyrir á mælingunum þegar ástæða væri til að óttast yfirvofandi sólgos. En veðrið setti heldur betur strik í reikninginn því á staðnum var ekki fært milli húsa og lítið að sjá nema inni í gamla mælahúsinu. Ferðin var í boði Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands, mælingamennirnir eru Pálmi Ingólfsson tæknimaður og Gunnlaugur Björnsson stjörnufræðingur. Ferðin var skemmtileg og verður endurtekin einhvern góðviðriðsdag á næstunni.

TESLA er afleidd SI eining af segulflæðiþéttleika, B. Eitt TESLA jafngildir einu weber á fermetra. Einingin var kynnt til sögunnar á árinu 1960 og nefnd í höfuðið á Nicola Tesla. Sterkasta manngerða segulsvið sem búið hefur verið til er nálægt 100 TESLA eða tíu milljón sinnum sterkara en segulsvið jarðar.

Vísun á mynd: Pálmi og Gunnlaugur

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 − 10 =