,

KIWI SDR VIÐTÆKI VIÐ ELLIÐAVATN

Sunnudaginn 16. mars var Kiwi SDR viðtækið yfir netið á Vogastapa flutt og er nýtt QTH nú við Elliðavatn. Loftnet er 20 metra langur vír (LW) og eru hlustunarskilyrði góð.

Um er að ræða KiwiSDR viðtæki í eigu Georgs Kulp, TF3GZ sem Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A forritaði, en Hrafnkel Sigurðsson, TF8KY hýsir tækið í húsnæði sem er á hans vegum við vatnið.

Vefslóð: http://kop.utvarp.com

KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar og má velja bandbreidd sem hentar hverri mótun. Allt að átta notendur geta verið skráðir inn á viðtækið samtímis.

Stjórn ÍRA þakkar verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 + nineteen =