,

Kristinn, TF3KX, verður með fimmtudagserindið

Kristinn Andersen, TF3KX.

Fyrsta fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins 2011 verður haldið fimmtudaginn 13. október n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Kristinn Andersen, TF3KX, og nefnist erindið „Faros”; sjálfvirk vöktun HF-skilyrða með radíóvitum.

“Faros” forritið kom fram árið 2006. Það var hannað af kanadískum radíóamatör, Alex Shovkoplyas, VE3NEA. Faros nemur sjálfvirkt móttekið merki frá radíóvitum NCDXF (Northern California DX Foundation) í 14, 18, 21 24 og 28 MHz tíðnisviðunum. Ekki er þó nauðsynlegt að hafa viðtæki fyrir öll fimm tíðnisviðin, Faros getur hæglega unnið á einu bandi (en ef það á að vakta fleiri, þarf tölvan að geta stýrt viðtækinu). Faros ákveður hvort tiltekinn viti næst eða ekki, metur S/N, QSB og leiðartöfina (gefur LP eða SP). Forritið heldur utan um gögnin og getur líka stýrt viðtæki sem hefur hefðbundið tölvuviðmót og þannig skannað böndin, öll fimm ef vill.

“NCDXF” vitakerfið hefur verið við lýði í núverandi mynd frá árinu 1995, en lengi vel hlustuðu íslenskir radíóamatörar (sem aðrir) einfaldlega (og gera enn) eftir eyranu. Líkt og fram kemur að ofan, greinir forritið á milli “SP” og “LP” (e. short and long path). Mælingar sýna m.a. styrk merkis yfir suði og styrkbreytigar í %. Þessar upplýsingar (og fleiri) eru settar upp myndrænt fyrir notendur og eru uppfærðar reglulega.

Meðal vöktunarstöðva sem sent hafa upplýsingar inn í kerfið er TF4M. Kerfið notar Windows stýrikerfið (ME, 2000, XP eða Windows 7) og þarf að lágmarki 16 bita hljóðkort ásamt tengingu við viðtæki (sem tengt er loftneti) fyrir ofangreind fimm tíðnisvið.


Vefslóðir til fróðleiks:

http://www.dxatlas.com/Faros/

http://www.astrosurf.com/luxorion/qsl-review-propagation-software-beacon.htm

http://www.ncdxf.org/beacon/monitors.html


Félagar, fjölmennum! Veglegar kaffiveitingar verða í boði félagsins.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 3 =