,

VIÐURKENNINGAR Í SKELJANESI Á SUNNUDEGI

Fyrsta sunnudagsopnun á vetrardagskrá ÍRA var sunnudaginn 17. nóvember. Jónas Bjarnason, TF3JB, mætti í Skeljanes og fjallaði um viðurkenningar radíóamatöra.

Fram kom m.a. að viðurkenningar hafa verið í boði til radíóamatöra í a.m.k. 96 ár og að þær eru vinsæll þáttur hjá mörgum sem hluti af áhugamálinu. Fram kom einnig, að margar eru erfiðar eða jafnvel mjög erfiðar að ná og að það getur tekið mörg ár eða jafnvel áratugi að uppfylla kröfurnar.

Þær þekktustu eru DXCC, WAZ, WAC, WAS, IOTA, WAE og EUROPA DIPLOM. Þær eiga það allar sammerkt að það liggur töluverð vinna á bak við þær. Sá leyfishafi sem á flestar viðurkenningar hér á landi nálgast 2000 og er enn jafn áhugasamur og hann var daginn sem hann byrjaði.

Á staðnum voru til sýnis 30 innrammaðar viðurkenningar sem TF3JB hefur safnað í gegnum árin, m.a. DXCC, 5BDXCC, DXCC CHALLENGE, WAZ, WPX, WAS, WAJA, VUCC og fleiri.

Alls mættu 11 félagar og 1 gestur í Skeljanes þennan ágæta sunnudagsmorgun.

Vefslóð á glærur: http://bit.ly/345WdY1

Skeljanesi 17. nóvember. Frá vinstri: Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Ársæll Óskarsson TF3AO, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Jónas Bjarnason TF3JB og Mathías Hagvaag TF3MH (snýr baki í myndavél). Í guggunum má sjá raðað sex af þrettán DXCC viðurkenningum TF3JB. Ljósmynd: Óskar Sverrisson TF3DC.
Hluti af viðurkenningum sem voru til sýnis í Skeljanesi. Frá vinstri sést í VUCC sem er skammstöfun fyrir “VHF/UHF Centruy Club Award” og er hliðstæð DXCC viðurkenningum á HF. Þetta er eina VUCC viðurkenningin sem hefur verið gefin út til TF á 50 MHz. Fyrir miðju er WAJA (Worked All Japan Prefectures Award). TF3JB upplýsti að það hafi tekið hann 38 ár að safna upp í kröfur japanska landsfélagsins þegar hann fékk hana loks í febrúar 2015. Aðrar viðurkenningar sem sjást (eða sést í) eru WAZ (Worked All Zones) og WAS (Worked all States Award). Ljósmynd: Óskar Sverrisson TF3DC.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + sixteen =