,

Lagfæring á loftneti TF1RPE á Búrfelli

Guðmundur Sigurðsson, TF3GS. Ljósmyndir: TF3JA.

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA og Guðmundur Sigurðsson, TF3GS lögðu á fjallið Búrfell á Suðurlandi í morgun. Erindi ferðarinnar var að skipta út loftneti endurvarpans TF1RPE (Búra) og höfðu þeir nýtt loftnet meðferðis. Í ljós kom, að þess þurfti ekki með. Hins vegar hafði efri hluti netsins losnað upp og var gengið frá því aftur. Loftnetið virðist þannig vera óskaddað og var það staðfest með mælingum. Tíðni endurvarpans er 145.100 MHz RX / 145.700 MHz TX. Félagsmenn eru hvattir til að prófa endurvarpann til að staðfesta að merkin séu jafn góð frá honum og áður.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim TF3JA og TF3GS fyrir góða aðstoð.

Comment frá TF2JB

Flottar ljósmyndir Jón!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − three =