,

Laust embætti stöðvarstjóra TF3IRA

Leitað er eftir áhugasömum félagsmanni til að taka að sér embætti stöðvarstjóra TF3IRA. Stöðvarstjóri þarf að vera G-leyfishafi, helst með víðtæka reynslu og hafa góð tök á mannlegum samskiptum. Embættinu fylgir viðvera í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi í samvinnu við stjórnarmenn sem sinna viðveru í félagsaðstöðunni hverju sinni.

Hlutverk félagsstöðvar Í.R.A. er fyrst og fremst að þjóna félagsmönnum, en stöðin sinnir jafnframt kynningarhlutverki gagnvart verðandi leyfishöfum og gestum, auk þess að sinna neyðarfjarskiptum (þ.m.t. neyðarfjarskiptaæfingum). Um þessar mundir er unnið að endurskoðun til eflingar á hlutverki TF3IRA og mun nýr stöðvarstjóri koma að þeirri vinnu.

Eftirtaldir veita upplýsingar:

Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður, hs. 437-0024, gsm 898-0559, tölvup. jonas hjá hag.is.
Erling Guðnason, TF3EE, varaformaður, hs. 568-7781, gsm 664-8535, tölvup. tf3ee hjá btnet.is.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − one =