,

LEIÐRÉTTING

Í tilkynningu sem sett var á heimsíðu félagsins og FB síður í gær, 10. maí – þar sem sagt var frá helstu alþjóðlegum keppnum helgina 15.-16. júní n.k. fylgdu með myndir og upplýsingar um þátttöku TF3IRA í CQ WW DX SSB keppninni árið 1979; „Multi One“ keppnisflokki.

Myndir voru birtar af TF3Y, TF3G og TF3UA í keppninni og þess getið að aðrir þátttakendur hafi verið TF3JB og TF3KX. Í þessari upptalningu láðist að geta um Sigurð R. Jakobsson, TF3CW sem einnig var með í að virkja félagsstöðina TF3IRA og var í raun hvatamaður að þátttöku í keppninni.

Hér með er beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Þátttakendur í keppninni voru sumsé:

TF3CW, TF3JB, TF3KX, TF3UA, TF3US (nú TF3G) og TF3YH (nú TF3Y).

Þátttaka sexmenningana í keppninni fyrir 45 árum gekk annars með ágætum og náðust 3,385 QSO, 87 CQ svæði og 281 DXCC eining sem gaf 2,310,310 heildarpunkta.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 1 =