,

Leifur Guðmundsson, TF3LG, er látinn.

Félagsmaður okkar, Gunnar Leifur Guðmundsson, TF3LG, lést á Skírdag þann 1. apríl s.l. Fregnir þessa efnis bárust félaginu frá bróðursyni hans, Guðmundi Gunnarssyni, TF3GG. Leifur varð tæplega 82 ára að aldri.

Leifur var handhafi leyfisbréfs nr. 17 og félagsmaður í Í.R.A. um áratuga skeið. Hann starfaði fyrir félagið og sat m.a. í prófnefnd Í.R.A. í nær tvo áratugi, þ.e. frá 1979-1997. Þá sat í varastjórn félagsins í tvö tímabil, þ.e. frá 1979-1980 og 1980-1981. Leifur var virkur radíóamatör þar til síðustu ár er heilsa hans leyfði ekki virka þátttöku.

Stjórn Í.R.A. sendir fjölskyldu hans hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður Í.R.A.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × four =