,

Líklega fyrsta TF-OY QSO á 70 MHz

Jan, OY3JE, notar sambyggt 4 staka Quad loftnet á 70 MHz og 50 MHz böndunum.

Þann 2. júlí náðist líklega fyrsta sambandið á milli Íslands og Færeyja á 70 MHz. Þeir sem höfðu sambandið voru Stephan Senz, TF/DL3GCS og Jan Egholm, OY3JE. Sambandið var haft á MS; QRG 70.169.9 MHz og JT6M teg. útgeislunar. Fram kom í tölvupósti frá Jan í dag, að sambandið hafi alls tekið 1,5 klst. Hann notaði sambyggt 4 staka Quad loftnet fyrir 70 MHz og 50 MHz böndin. Hann sagði ennfremur, að það væri aðeins í um 2 metra hæð yfir þaki. Ekki er vitað um búnað Stephan, TF/DL3GCS. Fram kom hjá Jan, að með sambandinu við TF í dag er hann alls kominn með 29 DXCC einingar á 70 MHz og flest þeirra sambanda væru MS sambönd á JT65 eða FSK441 teg. útgeislunar.

Ofangreint samband er að öllum líkindum fyrsta sambandið á 70 MHz á milli landanna tveggja, a.m.k. á núverandi leyfistímabili sem hófst þann 19. febrúar 2010. En líkt og fram kom á þessum vettvangi nýlega, stundaði Einar Pálsson, TF3EA (sk) stundaði tilraunir á 70 MHz og hafði heimild til að nota bandið til MS tilrauna á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum í 1. tbl. CQ TF 1970, hafði hann fyrsta DX sambandið á MS á 4 metrunum þann 27. júní 1969. Það var við breska radíóamatöra, þ.e. G3JVL og síðan G8LY. Hugsanlegt er, að aðrir leyfishafar hafi fengið heimildir til að nota 70 MHz frá því Einar heitinn stundaði sínar tilraunir, en slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað. Áhugavert væri að frétta ef einhverjir muna slíkt, en Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, telur sig jafnvel muna eftir skrifum um virkni frá TF á 70 MHz í RadCom blaðinu fyrir einhverjum árum.

Þess má geta, að tveir breskir leyfishafar eru væntanlegir til landsins í lok þessa mánaðar og munu dveljast hérlendis út ágústmánuð. Þeir hafa báðir fengið heimild Póst- og fjarskiptastofnunarinnar til að gera tilraunir í 70 MHz tíðnisviðinu.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 2 =