,

Loftnetavinna í Skeljanesi á laugardaginn klukkan 10:00

Aðalloftnet ÍRA í Skeljanesi þarfnast viðhalds, snúningsvélin situr sem fastast og neitar að hreyfa sig. Ýmislegt fleira verður að laga í mastrinu fyrir veturinn en fyrsta skrefið gæti verið að fella mastrið, taka loftnetið af  og gefa sér tíma til að lagfæra það sem þarf.

Slálfboðaliða vantar í Skeljanesið klukkan tíu á laugardagsmorgun til að aðstoða við að fella mastrið og taka loftnetið af. Ef allt gengur að óskum er þetta um tveggja tíma vinna. Boðið verður uppá kaffi, meðlæti og skemmtilegan félagsskap. Benni TF3TNT stöðvarstjóri stýrir framkvæmdinni og gott væri að þeir sem hafa tök á að koma til aðstoðar létu Benna vita í dag eða kvöld.

Upp með húmörinn og mætum sem flest þó ekki væri nema til að spjalla um loftnetamál ÍRA.

Húsið verður opnað og byrjað að brugga kaffið klukkan 9:30.

Stjórnin.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 − three =