,

SKELJANES Á LAUGARDAG 29. FEBRÚAR

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins, mætir í Skeljanes laugardaginn 29. febrúar kl. 13:00.

Hann hefur meðferðis vönduð mælitæki, þ.á.m. frá Rhode & Schwartz, til mælinga á stöðvum sem vinna á VHF og UHF. Búnaðurinn getur mælt eiginleika stöðva sem vinna frá 28 til 1300 MHz.

Félagsmönnum er hér með boðið að koma með bílstöðvar og/eða handstöðvar sem vinna í þessum tíðnisviðum og verða gerðar mælingar á viðtækjum, sendum og einnig á loftnetum handstöðva þar á staðnum.

Minnt er á að taka með straumsnúrur og hljóðnema og ef handstöðvar, athugið að hafa þær fullhlaðnar. Aflgjafar og gerviálög (e. dummy loads) verða á staðnum. Mælibúnaðurinn ræður við að mæla stöðvar sem gefa út að lágmarki 1mW og að hámarki 100W.

Jón G. Guðmundsson, TF3LM, mun verða Ara til aðstoðar, en hann skrifaði m.a. áhugaverða grein um prófanir þeirra félaga á yfirsveiflum VHF/UHF stöðva, sem gerðar voru í Skeljanesi haustið 2018.

Opið verður frá kl. 13-16. Í boði verður kaffi og gott meðlæti.

Stjórn ÍRA.

Mælingar undirbúnar 1. september 2018. Frá vinstri: Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Ari Þórófur Jóhannesson TF1A, Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Jón Björnsson TF3PW. Með bak í myndavél: Þórður Adolfsson TF3DT og Jón G. Guðmundsson TF3LM.
Skráning á niðurstöðum í mælingunum 1. september 2018 var í öruggum höndum Jóns G. Guðmundssonar TF3LM. (Myndir: TF3JB).
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 − five =