MBL: “Radíóamatör? Hvað er nú það?”
Um 700 þúsund manns um allan heim stunda þetta tómstundagaman þ.á.m. Hússein Jórdaníukonung.
Að undanförnu hafa radioamatörar eða útvarpsáhugamenn komið nokkuð fram í fréttum, m.a. í sambandi við jarðhræringarnar í Mývatnssveit. Til þess að fá nánari vitneskju um starfsemi þeirra hafði Morgunblaðið stutt viðtal við Kristinn Andersen menntaskólanema sem er áhugamaður á þessu sviði. Hann er nýkominn úr ferðalagi frá Bandarfkjniuini, þar sem hann var m.a. gestur í húsi Barry Goldwater, öldungadeildarþingmanns og fyrrverandi forsetaframbjóð- anda, en við hann hafa margir tslendingar átt samtal í gegn um radiotæki sín þar sem Goldwater er áhugamaður á þessu sviði. Kristinn sagði að fólk ræki venjulega upp stór augu þegar hann segðist vera radioamatör. „Hvað er nú það”? væri oft viðkvæðið eða jafnvel bara „ha?”.
Gangaundir próf Hann sagði að radioamatörar væru þeir sem hefðu tekið tilskilin próf hjá póst- og símamálayfirvöldum heimalandsins, sem gæfu þeim kost á því, og þeir fá þannig réttindi til að hafa fjarskipti sín á milli á afmörkuðum tíðnisviðum. Þeir nota jafnt stuttbylgju sem örbygljur og mikróbylgjur fyrir fjarskipti sín, en leyfilegt hámarksafl senditækja t.d. hér á landi er um 500W. Fjarskiptin fara fram með ýmsu móti, algengast er morse og tal (einkum enska í f jarskiptum við önnur lönd), en amatörar senda einnig sjónvarpsmyndir og fjarritamerki.
Kristinn sagði að þetta væru talsverð réttindi miðað við aðra aðila sem nota fjarskiptatæki, en það væru aftur réttlætt með því að radioamatörar legðu á sig sjálfsnám, m.a. um innri gerð og notkun tækjanna og gengju siðan undir þetta próf sem skæri úr um hæfni þeirra. Þannig væri radioamatör allt í senn viðgerðarmaður, jafnvel hönnuður fjarskiþtatækja, notandi þeirra og yfirleitt eigandi. Stöðvarnar væru þvi tiltölulega sjálfstæðar og óháðar í sinum fjarskiptum.
Hann nefndi það sem dæmi, að í nýafstöðnu verkfalli BSRB, þá hefðu Radiomatörar eftir sem áður verið virkir tengiliðir á milli íslands og umheimsins. Þess væru einnig fjölmörg dæmi að .radioamatörar hefðu haldið uppi neyðarfjarskiptum við einangraða staði, þar sem fjarskiptakerfi hins opinbera hefði brugðist. íslenzkir radioamatörar væru t.d. með slíkan viðbúnað einmitt núna. þar sem lið úr þeirra hópi væri tiltækt með nokkurra minútna fyrirvara til að halda norður í Mývatnssveit og sjá þar um fjarskipti við staði sem kunna að einangrast vegna náttúruhamfara.
Upphaf þessa tómstundastarfs um 700 þúsund manna um allan heim, sagði Kristinn að mætti rekja allt til bernsku fjarskiptanna. Þá hefðu radioamatörar raunar verið driffjöðrin í þeirri þróun sem á eftir kom, með menn eins og Marconi i fararbroddi. I kjölfarið fylgdi útvarpið á lágum radiotíðnum, en radioamatörum var vikið upp á stuttbylgjurnar, sem í fyrstu voru taldar ónothæfar til fjarskipta yfir miklar vegalengdir, en þeir komust þá aftur að raun um það, að á þeim bygljum eru skilyrði slíkra fjarskipta hvað best. Það leið því ekki á löngu áður en útvarpsstöðvar og önnur fjarskipti ýmissa viðskiptaaðila tóku yfir mestallt stuttbylgjusviðið og nú er svo komið að radioamatörar hafa aðeins til umráða afmörkuð svið á stuttbygljum, stærri svið á örbylgjum og mikrobylgjum, sem minna hafa verið notaðar fyrir önnur f jarskipti hingað til. Amatörradio hafa tekið miklum framförum frá því í upphafi og þar eru frumhverjar á ýmsum sviðum fjarskipta mjög virkir, enda eitt meginmarkmið þessara tómstundaiðju að gefa áhugamönnum tækifæri á tilraunum og rannsóknum varð- andi fjarskipti. Ekki síst eru það forvitnilegar rannsóknir á fjarskiptum á mikróbylgjum, radiosendingar til tunglsins og athuganir á endurkastinu frá yfirborði þess og fleira mætti telja.
Eitt helzt stolt radioamatöra að sögn Kristins á síðustu árum er gervitunglaáætlun þeirra. Nú eru sveimandi umhverfis jörðina tvö gervitungl sem áhugamenn hafa hannað og smíðað í sjálfboðavinnu fyrir aðeins litið brot af þeim kostnaði sem stærri aðilar verja til sinna gervitunglasendinga. Eru gervitungl þessi notuð til fjarskipta á milli amatöra og hafa staðið sig framar vonum. T.d. er það eldra enn starfandi að fullu, þrátt fyrir spár um að ending þess yrði aðeins nokkur ár.
„Hringborðsumræður”
Radioamatör sem situr heima hjá sér við tæki sitt, getur átt von á að finna fyrir á öldum ljósvakans kennara i miðrfkjum Bandaríkjanna, iónaðarmann í Sovétríkjunum eða japanskan vörubilstjóra… ÖIlum samræðum þeirra á milli eru þó settar fastar reglur sem þeir halda vel, en auk þess er eftirlitinu að mestu haldið uppi af amatörum sjálfum. Þeir mega ekki gera sig seka um að flytja nein skilaboð sem stofnað geta öryggi rikis viðkomandí i hættu og hann má heldur ekki ganga inn á verksvið viðskiptaaðila. Aldrei er rætt um stjórnmál eða deilt um trúarbrögð i þessum fjarskiptum. Eftir sem áður eru samræður manna hinar fjörlegustu um tæknileg málefni, persónuleg málefni og skapast þannig oft náin vinatengsl á milli manna frá öðrum heimsálfum. Þannig er oft hægt að hlýða á „hringborðsumræð- ur” kunningjahópa þar sem hver er úr sínum heimshlutanum, sem „hittast” þannig einu sinni til tvisvar í viku, jafnvel daglega.
Fjöldi þekktra víða að úr heiminum hafa ánetjast þessu áhugamáli og nefndi Kristinn t.d. Hussein Jórdaníukonung og Barry Goldwater öldungadeildarþingmann í Bandaríkjunum. Báðir hafa þessir menn haft sambönd við íslendinga og fyrir nokkrum árum var Hussein mjög virkur og góðkunnur mörgum radioamatörum hér á landi. Það er ennfremur algengt að amatörar sem eru á ferð í öðrum löndum heilsi upp á félaga sina, báðum til fróðleiks og ánægju.
Goldwater rekur mjög fullkomna stöð.
Hér veik Kristinn að heimsókn sem hann átti kost á að fara s.l. sumar i stöð Barry Goldwater í Phoenix, Arizona í Bandaríkjunum. Það hafi ekki síst verið fyrir áeggjan varaforseta alþjóðasamtaka radioamatöra, sem var á ferð hér á landi fyrir skömmu að Kristinn lagði í þessa heimsókn, en varaforsetinn kvað Goldwater höfð- ingja heim að sækja og að honum þætti án efa ekki amalegt að fá íslending i heimsókn einu sinni.
Kirstinn skýrði frá ferð sinni á þessa leið: Ég hafði reiðhjól til umráða en það reyndist nokkuð erfitt á þessum slóðum þar sem hitastigið var 42 gráður á celsius. Hús Goldwater var auðfundið þar sem það stóð eitt sér á lítilli hæð i alfaraleið. Geysistór loftnet prýddu garð- inn og gnæfðu yfir önnur mannvirki í kring. Það kom nokkurt hik á mig þegar ég kom að hliðinu, en á það var letruð aðvörun á látúnsplötu um að öryggisverðir gættu þess að óviðkomandi menn kæmu ekki þar innfyrir. Ekkert sást sem Ifktist dyrabjöllu og engin sjáanlegur sem ég gæti rætt við. i trausti þess að ég væri ekki „óviðkomandi persóna” tók ég á mig rögg og hélt gangandi inn um hliðið, ekki alveg laus við skjálfta. Ekki bætti það úr skák að ég gaut augunum varfærnislega inn í gróður- þykknið við veginn, og greindi þar menn sem höfðu auga með mér og í fjarska heyrði ég hundgá. En allshugar feginn komst ég upp að húsunum, sem ? reyndust vera fjögur, Ég barði að dyrum þar sem loftnetamöstrin stóðu. Kona ein opnaði og kynnti sig sem húsmóður og radioamatör, en hún starfrækti stöð Goldwaters tvo daga vikunnar fyrir hann. Þarna hafði hann fleira starfsfólk, svo stöð- in getur vart kallast amatörstöð lengur. Þarna var mér prýðilega tekið og jafnvel boðin hressing svo sem útbreiddur var siður bænda hér fyrrum. I samræðum við konuna kom það fram að Goldwater var á spítala í minniháttar skurðaðgerð, en hún tók að sér að sýna mér stöðina. Ekki þarf að orðlengja það að þessi stöð var búin fyrsta flokks tækjum i hví- vetna, svo jafnvel fullkomnustu stöðvar hérlendis eru hjóm eitt í samanburði við hana. Enda aðstöðumunur um tækjakaup af þessu tagi mikill, þar sem t.d. íslenzk tolialög eru ekki beinlinis örvandi fyrir þetta tómstundastarf.
fulla tvo tíma bjóst ég til að kveðja. Eins og alltaf þegar radioamatörar hittast fékk ég góðar kveðjur og heimboð hvenær sem væri aftur og var það að sjálfsögðu þakkað. Að svo búnu hélt ég út i steikjandi hitann .. .
Hafa eigið félagsheimili.
A islandi eru nú um 30 virkir radioamatörar að sögn Kristins en þeim fjölgar þó hægt og sígandi. Til þess að öðlast amatörleyfi þarf ekki ýkja mikla vinnu, ef áhuginn er nægur. Helzta þröskuldinn sagði Kristinn vera morsekunnáttuna, sem væri ein af prófkröfunum fyrir nýliðaprófið.
I félagsheimili íslenzkra radioamatóra að Vesturgötu 68 er „opió hús” öll mánudags- og fimmtudagskvöld, en þar koma saman radioamatörar jafnt sem verðandi nýliðar og ræða sameiginleg áhugamál. Kristinn sagði að þangað væru allir áhugamenn velkomnir og að þar geri þeir eldri og reyndari sitt bezta til að miðla þeim sem skemmra eru komnir af þekkingu sinni. Hann sagði að þetta væri heillandi áhugamál sem nyti hylli vaxandi hóps áhugamanna, sem í dag sæju fram.á tækniafrek morgundagsins.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!