,

Mega morsnámskeið í byrjun september !

Axel Sölvason fer af stað með sérstaklega áhugavert morsnámskeið í byrjun septembermánaðar.   Axel hefur sínar skoðanir á því hvernig best er að kenna mors og mun m.a. sjálfur senda stafina.  Mikil áhersla verður lögð á hraðar sendingar.

Axel og Stefán Arndal munu í sameiningu útfæra aðferðina sem notuð verður til kennslu og er gert ráð fyrir að nemar verði búnir að læra að minnsta kosti 6 stafi fyrstu vikuna.
Þeim sem áhuga hafa á að koma á námskeiðið er bent á að Axel mun koma í félagsheimili IRA á fimmtudaginn 27. ágúst og segja áhugasömum frá og svara spurningum.

73

Guðmundur, TF3SG

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × three =