,

Mikill áhugi félagsmanna á heimasmíðum

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 22. nóvember og hélt erindi undir heitinu: „Möguleikar radíóamatöra til smíða á eigin búnaði.“

Útgangspunkturinn var að kynna þá fjölbreyttu möguleika sem radíóamatörum bjóðast í dag í heimasmíðum, án þess (eins og hann sagði sjálfur) að þurfa að hafa heilt radíóverkstæði í bílskúrnum.

Vilhjálmur fór fyrst yfir hefðbundin sendi- og viðtæki og skipti þeim í þrjá smíðaflokka: Framleidd ósamsett tæki, hálf-framleidd tæki og tæki smíðuð alveg frá grunni.

Þá fjallaði hann um ýmis önnur tæki sem nýtast í fjarskiptunum, s.s. magnara, loftnetsaðlögunarrásir og margt fleira í þeim dúr. Í framhaldi tók hann fyrir ýmsar aðferðir til að útfæra tæki, fyrirkomulag á prentplötum og frágangsmöguleika í kassa og aðrar umbúðir.

Hann sýndi dæmi um það sem hann fjallaði um – ýmist með myndum og ekki síður – með heimasmíðuðum tækjum sem hann dró fram meðan á erindinu stóð. Í lokin gafst svo tækifæri til að skoða búnaðinn nánar, spyrja og spjalla.

Að lokum (kl. 22:35) var klappað vel og Vilhjálmi þakkað fróðlegt og vel heppnað erindi. Alls mættu 33 félagsmenn í Skeljanes þetta frábæra fimmtudagskvöld.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 22. nóvember.

Setið var í öllum rýmum. Frá vinstri: Stefán Arndal TF3SA, Eiður Kristinn Magnússon TF3-071, Einar Kjartansson TF3EK, Óskar Sverrisson TF3DC, Bjarni Sverrisson TF3GB, Elín Sigurðardóttir TF2EQ, Mathías Hagvaag TF3MH, Kristján Benediktsson TF3KB, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, Þórður Adolfsson TF3DT og Sigurður Kolbeinsson TF3-066.

Frá vinstri: Elín Sigurðardóttir TF2EQ, Annna Henriksdóttir TF3VB, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Mathías Hagvaag TF3MH, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG, Sigurður Kolbeinsson TF3-066, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Kristján Benediktsson TF3KB, Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Sæmundur Þorsteinsson TF3UA og Þórður Adolfsson TF3DT.

Frá vinstri: Jón Hörður Guðjónsson TF3JHG, Bjarni Sverrisson TF3GB, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Stefán Arndal TF3SA og Jón Björnsson TF3PW.

TF3TB og TF3KB ræða málin. Á myndinni: Sigurður Kolbeinsson TF3-066, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Kristján Benediktsson TF3KB og Mathías Hagvaag TF3MH.

Hver segir að YLs hafi ekki áhuga á smíðum? Anna Henriksdóttir TF3VB og Elín Sigurðardóttir TF2EQ. Í bakgrunni: TF3-071, TF3SB og TF3DC.

Smíðahlutir TF3VS sem voru til sýnis. Allt saman heimasmíðað. Til þess var tekið hve vel íhlutum var fyrir komið í tilheyrandi kössum.

(Ljósmyndir: Mynd nr. 1: TF3SB; aðrar myndir: TF3JB).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + five =