MORS Í GÖMLU LOFTSKEYTASTÖÐINNI
Í gömlu Loftskeytastöðinni við Brynjólfsgötu er óvenjuleg ljósasería á þakkanti hússins.
Þarna hefur verið sett upp listaverkið „K“ (Með ósk um svar) eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. Það samanstendur af ljósaperum sem stafa á morsi, tegundaheiti hvalategunda. Það var einmitt í Loftskeytastöðinni sem þráðlaus samskipti komust á við útlönd fyrir um 100 árum og loftskeyti voru send og móttekin á morsi með útvarpsbylgjum. Listaverkið mun verða sýnt til 23. febrúar n.k.
Sjá nánar frásögn á þessari vefslóð Háskóla Íslands: https://www.facebook.com/HaskoliIslands/posts/10156302750290728
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!