Morsnámskeið í mars og apríl
Í samráði við Axel Sölvason, TF3AX hefur verið ákveðið að framlengja og halda áfram með morsnámskeið. Áherslan verður á að hlusta og skrifa niður stafina og hefst fyrsta kenslu-stundin næstkomandi fimmtudag 25. mars, klukkan 19.00. Námskeiðið er öllum opið og verður sniðið að þeim sem mæta, fullt tillit verður tekið til byrjenda og þeim veitt kennsla og leiðsögn. Þeir byrjendur sem þess óska geta fengið lánaða æfingalykla. Gert er ráð fyrir að kennsla fari fram sunnudagsmorgna.
73
Guðmundur, TF3SG
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!