MÖSTRIN Á VATNSENDAHÆÐ FELLD
Loftnetsmöstur langbylgjunnar hafa verið felld. Sigurður Harðarson, TF3WS sagði á FB síðu sinni í gær, 11. ágúst: „Núna um hádegisbilið var seinna mastur gömlu Langbylgjunnar á Vatnsendahæð fellt því það er verið að rýma hæðina fyrir nýrri byggð. Þetta var tignaleg sjón og heppnaðist vel“.
Loftnetsmöstrin tvö voru sett upp árið 1991 (70 metra há) eftir að 150 metra hátt mastur langbylgjustöðvarinnar hrundi í miklu óveðri þann 3. febrúar það ár. Að sögn Henrys, TF3HRY héldu turnarnir tveir uppi T-loftneti fyrir langbylgjuútsendingar RÚV.
Á FB síðu Andrésar Þórarinssonar, TF3AM voru m.a. þessar fróðlegu upplýsingar:
„Talandi um Vatnsendahæðina þá er önnur hæð ekki langt frá, sjálf Rjúpnahæðin, þar sem allir (velflestir) sendarnir til fjarskipta innanlands og til útlanda voru staðsettir, línustýrðir frá Gufunesi, þ.e. Reykjavík radíó og e.t.v. fleiri. Nú er allt horfið, öll loftnet og byggingin sjálf. Þessi mynd var tekin í maí 2008 af Guðmundi Sigurðssyni, TF3GS við einn af elstu sendunum. Guðmundur starfaði þá við Rjúpnahæðarstöðina. Þegar myndin var tekin þá var allri starfsemi þar hætt.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!