,

Munið Flóamarkaðinn á morgun sunnudag í Skeljanesi kl. 11

TF3AB og TF3WZ eru í forsvari fyrir flóamarkaði í Skeljanesi á morgun sunnudaginn 11. júní.

Fjarskiptasafnið að Skógum

Brot úr fjarskiptasögu Íslands

Loftskeytastöðin – 1918

Loftskeytastöð tók til starfa á Melunum í Reykjavík þann 17. júní 1918 og kallaðist hún „Reykjavík radíó“. Fyrsta kallmerki stöðvarinnar var OXR en árið 1919 var Íslandi úthlutað kallmerkinu TF og bar stöðin síðan kallmerkið TFA. Upphaflega var loftskeytastöðin hugsuð sem varasamband til útlanda, viðbót við sæsímann, en aðalhlutverk hennar varð brátt þjónusta við skip og báta og var hún bylting fyrir öryggi þeirra.

Í fyrstu fóru öll fjarskipti við skip fram á Morse en talfjarskipti hófust árið 1930. Fyrsta íslenska fiskiskipið sem fékk loftskeytatæki var togarinn Egill Skallagrímsson, árið 1920. Tveimur árum síðar var fyrsti loftskeytamaðurinn ráðinn til starfa á íslenskt skip.

Þegar skipum með loftskeytatæki fór að fjölga varð hörgull á mönnum sem gátu sinnt þessum störfum og var því efnt til námskeiðs fyrir unga menn sem vildu læra loftskeytafræði. Lauk fyrsti hópurinn námi árið 1923.

Heimild: Saga loftskeytaog símaþjónustu á Íslandi.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 5 =