Stjórn ÍRA vinnur að undirbúningi 75 ára afmælis félagsins þann 14. ágúst n.k. Meðal verkefna var innrömmun svart/hvítra ljósmynda úr sögu félagsins sem á ný hafa verið hengdar upp í fundarsal í Skeljanesi og innrömmun DXCC og WAS viðurkenninga í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Ljósmyndirnar úr safni ÍRA í fundarsalnum eru níu talsins og voru upphaflega límdar upp á karton fyrir sýningarbás ÍRA á Alþjóða vörusýningunni í Laugardagshöll árið 1975 og veita áhugaverða innsýn í sögu félagsins. Viðurkenningarnar í fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinnar eru fjórar saman (DXCC) og þrjár saman (WAS). Sjá nánar texta undir hverri mynd.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2021-07-23 14:57:242021-07-23 15:39:29LJÓSMYNDIR OG VIÐURKENNINGAR
0replies
Leave a Reply
Want to join the discussion? Feel free to contribute!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!