,

Næsta skref ICOM var fyrst kynnt á Ham Fair 2016 í Tokyo

IC-7610, arftaki IC-7600 var kynnt til sögunnar einu ári á eftir fyrsta SDR sendiviðtækinu frá ICOM, IC-7300, á Tokyo Ham Fair í ágúst. Tækið er í hönnunarferli og áætlað í sölu á næsta ári. Verðið er áætlað um 3000 $.

IC-7610

Ekki er mikið vitað um eiginleika IC-7610 nema að tækið verður á svipaðri línu og IC-7300 en með ýmsum bætingum eins og tengi fyrir aukaskjá.

  • Háskerpu rauntíma TFT snertiskjár
  • HF+50 MHz
  • 100 wött
  • Samtíma tvíhlustun
  • Innbyggð loftnetsaðlögun
  • Tengi fyrir aukaskjá

Núna 10. desember opnaði Icom Japan dyrnar á aðalskrifstofu sinni í Osaka fyrir gesti og gangandi á sýningu sem kölluð er “Icom amateur radio festival”. Aðal athygli vakti nýja IC-7610 HF+50MHz stöðin.

Sýningareintak var sett á borð fyrir gesti til að skoða og prófa. Tækið er ekki fullbúið og ennþá vantar ýmsa fyrirhugaða virkni í tækið.

IC-7610 er 100 watta HF plús 50 MHz stöð með verulega bættum eiginleikum frá IC-7600.

Aðalbreytingin er að tækið er ekki lengur með millitíðni heldur með beinni afmótun “direct sampling”. Í tækinu er engin tíðnibreyting heldur er merkið úr loftinu tekið beint inná AD-breytu.

Viðtækið verður mun betra en í IC-7300 með tveimur aðskildum viðtökurásum og fullkominni tvíhlustun eins og er í IC-7851. Tíðnival verður aðskilið milli viðtökurásanna og hægt verður að taka á móti mismunandi mótunum á sitt hvorri rásinni á sitt hvorri tíðninni á sama tíma.

Jafnvel verður hægt að vera með tvö mismunandi loftnet á sama tíma og hlusta á sitt hvora rásina í heyrnatólum eða hátölurum samtímis.

Skjárinn er 7 tommur, innbyggður hátalari verður stærri, tvö USB tengi, DVI tengi og  SD-flögu rauf.

Allt sem komið hefur fram bendir til þess að tækið gæti jafnvel orðið enn betra en IC-7851.

IC-7610 verð og fyrsti söludagur.

Aðspurður svaraði sölumaður Icom verð á IC-7610 væri ekki ákveðið, en yrði í meðalflokki og sett í sölu sumarið 2017.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + ten =