,

Námskeið á næstunni

Stjórn og prófnefnd Í.R.A. héldu sameiginlegan fund þann 18. ágúst s.l. Til umræðu var m.a. núverandi fyrirkomulag námskeiða til amatörprófs og reynslan af námskeiðum undanfarinna ára. Margt kom til umræðu, svo sem lengd námskeiða, en að mati prófnefndar þurfa þau að vera a.m.k. 8 vikur. Menn voru ennfremur sammála um að stefnt verði að því að haldin verði a.m.k. 2 námskeið á ári, þ.e. vor og haust. Á fundinum var dreift bókinni Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatörasem Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, þýddi. Í umræðum kom fram að prófnefnd fagnar framtakinu og styður heilshugar að bókin verði hluti af námsefni á námskeiði til amatörprófs. Fundurinn þótti takast mjög vel og er stefnt að því að hittast aftur innan tíðar.

Stjórn Í.R.A. er jafnframt ánægja að skýra frá því að Hrafnkell Eiríksson, TF3HR, hefur tekið að sér skólastjórn námskeiðs til amatörprófs sem haldið verður á næstunni (þ.e. nú í haust). Hrafnkell hefur mikla reynslu af skipulagningu á námskeiðum félagsins og hlotið góða umsögn nemenda. Félaginu er því mikill akkur af liðsinni hans. Nánar verður skýrt frá dagsetningum og öðrum upplýsingum um námskeiðið hér á heimasíðunni á næstunni.

Myndatexti:
Frá vinstri: Kristján Benediktsson, TF3KB, prófnefnd; Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, prófnefnd; Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, prófnefnd (standandi); Kristinn Andersen, TF3KX, prófnefnd (standandi); Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, prófnefnd; Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður; Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, meðstjórnandi (standandi); Guðmundur Sveinsson, TF3SG, varaformaður; og Erling Guðnason, TF3EE, gjaldkeri. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3LMN.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × five =