NÁMSKEIÐ HEFST Í OKTÓBER
Næsta námskeið ÍRA til amatörleyfis hefst í október og lýkur með prófi Fjarskiptastofu í desember.
Námskeiðið verður í fjarnámi, þ.e. haldið yfir netið og kennt í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem leiðbeinandi og þátttakandi „hittast“ í rafrænni kennslustund gegnum eigin búnað.
Kennd verður raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti. Námskeiðið fer fram þrjá daga í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18:30-21:30.
Til skoðunar er að bjóða próf samtímis á þremur stöðum á landinu, í Hafnarfirði, á Akureyri og á Egilsstöðum.
Nánari upplýsingar verða kynntar hér í næstu viku.
Til grundvallar er reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna nr. 348/2004 með síðari breytingum. Vefslóð: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/samgonguraduneyti/nr/3732
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!