NÁMSKEIÐ Í BOÐI 7. OG 14. NÓVEMBER
Námskeiðið „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“ verður endurtekið í Skeljanesi 7. og 14. nóvember n.k. Ath. að nú er það haldið á fimmtudegi kl. 17-19, bæði kvöldin.
Námskeiðið er hugsað til að aðstoða menn við að byrja í loftinu, hvort heldur þeir eru með nýtt eða nýlegt leyfisbréf eða eldri leyfishafar. Hugmyndin er að skapa andrúmsloft sem er afslappað þar sem menn geta spurt spurninga og prófað sig áfram með reyndum leiðbeinanda til að öðlast öryggi í að fara í loftið. Farið verður í loftið á CW, SSB, RTTY eða FT8, allt eftir óskum þátttakenda.
Í boði er að menn taki með sér eigin búnað og fái kennslu á hann. Fimmtudaginn viku síðar (14. nóvember) verður framhald þar sem nemendur ráða ferðinni og spyrja spurninga eftir að hafa prófað sig áfram í millitíðinni.
Ath. að fjöldi er takmarkaður og námskeiðið er frítt. Áhugasamir beðnir um að skrá sig sem fyrst hjá leiðbeinanda, Óskari Sverrissyni, TF3DC, í síma 862-3151.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!