Námskeið Í.R.A. til amatörprófs er hafið
Námskeið Í.R.A. til amatörprófs var formlega sett þriðjudaginn 12. febrúar í Háskólanum í Reykjavík. Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður félagsins flutti stutt ávarp þar sem hann vék m.a. að mikilvægi amatör radíós sem vísindalegs áhugamáls, hvorutveggja fyrir þátttakendur og samfélagið í heild. Að því loknu hófst fyrsta kennslustundin sem var í höndum Kristins Andersen, TF3KX.
Námskeiðið stendur yfir til 3. maí n.k. og þann 4. maí verður haldið próf til amatörleyfis í skólanum á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar. Alls sitja 18 þátttakendur námskeiðið.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!