NÁMSKEIÐ ÍRA TIL AMATÖRPRÓFS
Stjórn ÍRA samþykkti á fundi 24. þ.m., að fara þess á leit við prófnefnd félagsins að gengist verði fyrir námskeiði til amatörprófs á vori komanda.
Miðað er við að námskeiðið verði haldið í húsnæði Háskólans í Reykjavík líkt og verið hefur frá árinu 2013. Verði kórónaveiran COVID-19 hins vegar enn hamlandi á þeim tíma, verður þess farið á leit við nefndina, að undirbúið verði að bjóða námskeiðið yfir netið.
Fljótlega á nýju ári, þegar fyrir liggur um stöðu faraldursins verður tilkynnt á þessum vettvangi (með góðum fyrirvara) um dagsetningar. Til skoðunar er, að bjóða upp á sérstakt kynningarkvöld í Skeljanesi um fyrirkomulag námskeiðs, námsefni og próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun.
Jón Björnsson, TF3PW er umsjónarmaður námskeiða félagsins. Senda má fyrirspurnir til hans á netfangið: ira [hjá] ira.is
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!