NÁMSKEIÐ ÍRA TIL AMATÖRPRÓFS 2023
Í samræmi við starfsáætlun stjórnar ÍRA og að höfðu samráði við Prófnefnd og Umsjónarmann námskeiða, hefur verið ákveðið að kanna áhuga á þátttöku í námskeiði til amatörprófs.
Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist 27. mars n.k. og ljúki með prófi Fjarskiptastofu 27. maí. Kennt verður þrjá daga í viku í staðnámi og fjarnámi, kl. 18:30-21:30. Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning.
Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang hjá “ira hjá ira.is”. Ath. að skráningu fylgir engin skuldbinding – en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um fyrirhugaðan fjölda nemenda.
Fyrirspurnum má beina á sama tölvupóstfang.
Skráning er opin til 24. mars n.k. Félagið setur þann fyrirvara um námskeiðshald, að lágmarksþátttaka fáist.
Reykjavík 10. maí 2023,
Stjórn ÍRA.
http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!