,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS

Námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið 25. september til 7. nóvember í Háskólanum í Reykjavík, bæði í staðnámi og fjarnámi.

Hægt er að mæta í kennslustofu þegar það hentar eða vera yfir netið þegar það hentar. Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30.

Námskeiðsgjald er kr. 22.500. Greiðsla þarf að hafa borist til gjaldkera eigi síðar en 17. september. Í framhaldi verður námsefni á prenti póstlagt 19. september. Sjá greiðsluupplýsingar hér: http://www.ira.is/skraning-a-namskeid/  Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til þeirra sem sækja námskeiðið.

Skipulag: https://tinyurl.com/namsk-haust23
Vefslóðir á námsefni: https://tinyurl.com/namsefni-haust23
Kynningarefni: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is

Stjórn ÍRA.

Alls koma 10 leiðbeinendur að kennslu á námskeiðinu. Þeir eru: Kristinn Andersen TF3KX, Ágúst Úlfar Sigurðsson TF3AU, Henry Arnar Hálfdánarson TF3HRY, Haukur Konráðsson TF3HK, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, Hrafnkell Eiríksson TF3HR, Andrés Þórarinsson TF1AM, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Óskar Sverrisson TF3DC.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 + 11 =