,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HAFIÐ

Námskeiðið ÍRA til amatörprófs vorið 2022 hófst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 28. mars. Jón Björnsson, TF3PW umsjónarmaður setti námskeiðið laust fyrir kl. 19.

Sjö þátttakendur voru mættir í kennslustofu í HR og níu voru í netsambandi, m.a. frá Raufarhöfn, Sauðárkróki, Hvolsvelli, Þorlákshöfn og höfuðborgarsvæðinu. Fjartengingar gengu vel og einn þátttakandinn var t.d. staddur erlendis og sagði sambandið mjög gott.  

Eftir setningu tók Kristinn Andersen, TF3KX við og hóf kennsluna. Hann verður einnig með kennslu í kvöld (þriðjudag) en Hörður Mar Tómasson, TF3HM tekur síðan við á miðvikudag. Kennsla verður síðan samkvæmt tímaplani. Þess má geta, að 19. skráningin barst síðan í gærkvöldi (mánudag) frá Vestfjörðum.

Bestu óskir um gott gengi og þakkir til allra sem koma að verkefninu.

Stjórn ÍRA.

Sjö þátttakendur voru mættir í kennslustofu í HR en níu yfir netið, m.a. á Raufarhöfn, Sauðárkróki, Hvolsvelli, Þorlákshöfn, á höfuðborgarsvæðinu og erlendis.
Að lokinni formlegri setningu var slegið á létta strengi áður en kennsla hófst. Kristinn Andersen TF3KX formaður prófnefndar ÍRA sem annaðist kennslu á mánudagskvöld, Jón Björnsson TF3PW umsjónarmaður námskeiða ÍRA og Jónas Bjarnason TF3JB formaður ÍRA.
Samband yfir netið var mjög gott. Á bak við þá Jón og kristinn má sjá skjámynd af þátttakendum utan kennslustofu. Sérstakar þakkir til Jóns Svavarssonar TF3JON sem tók ljósmyndir.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − ten =