,

Námskeið til undirbúnings radíóamatörprófs að hefjast

Nú fer námskeið til undirbúnings radíóamatörprófs á vegum félagsins Íslenskir radíóamatörar að hefjast.
Námskeiðið er ætlað öllum sem áhuga hafa á að afla sér leyfis hjá Póst- og Fjarskiptastofnun sem radíóamatörar.

Námskeiðið hefst þann 22. október kl 20:30 með kynningarkvöldi um hvað mun fara fram á námskeiðinu. Kennsla hefst svo þriðjudaginn 27. október kl 20:00.
Kynningarkvöldið mun fara fram í aðstöðu félags Íslenskra Radíóamatöra í Skeljanesi.

Námskeiðið hefur vefsíðu þar sem tilkynningar og ýtarupplýsingar tengdar námskeiðinu verður að finna.

Kennt verður svo í Flensborgarskóla. Kennt verður tvisvar í viku, þriðjudags og fimmtudagskvöld frá kl. 20:00.
Gengið er inn norðanmeginn í Flensborgarskóla. Sjá nánar á vefsíðu námskeiðsins.

Námskeiðið stendur í um 8 vikur og stefnt er á að ljúka því með prófi fyrir jól. Námskeiðið er að mestu bóklegt.

Námskeiðsgjaldið er 12þús kr. og er innifalið í því öll kennslugögn.

Áhugsamir eru beðnir um að mæta á kynningarkvöldið og ganga frá skráningu á námskeiðið.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − 14 =