,

Nefnd um endurúthlutun kallmerkja að taka til starfa

Á aðalfundi Í.R.A. 23. maí s.l. var samþykkt að stofna til nefndar er geri tillögu um vinnureglur félagsins um hversu langur tími þarf að líða unz stjórnvöld geta endurúthlutað kallmerki, t.d. í kjölfar þess að lykill hljóðnar (þ.e. leyfishafi deyr). Hér geta komið til mörg álitamál. Einn leyfishafi kann t.d. að hafa verið mjög virkur og annar óvirkur, þrátt fyrir að hafa tekið út leyfisbréf og greitt fyrir það en aldrei farið í loftið. Að auki, er þess farið á leit, að nefndin fjalli um mál sem eru skyld umfjöllunarefninu og hún er sammála um að taka til umfjöllunar. Þessir voru kjörnir í nefndina: TF3JA, TF3KX, TF3HP og TF5B.

Í erindisbréfi sem nefndinni var sett í gær (6. júní) er vakin er athygli á tímatakmörkunum, en hún þarf að skila tillögum sínum á aðalfundi 2010. Áhersla er lögð á að tillögur nefndarinnar liggi fyrir í tíma, þannig að þær megi senda til félagsmanna með fundarboði í væntanlegu tölublaði CQ TF sem sent verði út í byrjun aprílmánaðar 2010.

Þar sem ekki var sérstaklega gengið frá því á aðalfundinum, hefur stjórn félagsins falið Jóni Þóroddi Jónssyni TF3JA, að kalla nefndina saman til fyrsta fundar þar sem hún skipti m.a. með sér verkum; komi sér saman um talsmann/formann, ritara o.s.frv.

TF3JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty − 6 =