NIÐURSTAÐA ÚR PRÓFI TIL AMATÖRLEYFIS
Próf Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi þann 5. júní. Alls þreyttu fimm prófið. Fjórir náðu fullnægjandi árangri, þar af þrír til G-leyfis og einn til N-leyfis:
Arnlaugur Guðmundsson, TF3RD, 101 Reykjavík (G-leyfi).
Jón E. Guðmundsson, TF8KW, 230 Reykjanesbæ (N-leyfi).
Kjartan Birgisson, TF1ET, 109 Reykjavík (G-leyfi).
Pálmi Árnason, 110 Reykjavík (G-leyfi); á eftir að velja/taka út kallmerki.
Innilegar hamingjuóskir og velkomnir í loftið!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!