,

Niðurstöður CQ WW RTTY DX keppninnar 2011

Í maíhefti CQ tímaritsins 2012 eru birtar niðurstöður úr CQ World-Wide RTTY DX keppninni sem fram fór dagana 25.-26. september 2011. Ágæt þáttaka var frá TF, en alls sendu fimm stöðvar inn keppnisdagbækur í fjórum keppnisflokkum.

Ársæll Óskarsson, TF3AO, var með bestan árangur af TF stöðvum, bæði í sínum keppnisflokki og í heild, eða 689,274 stig. Að baki þeim árangri voru alls 1,083 QSO, 164 DXCC einingar (e. entities); 55 svæði (e. zones) og 74 fylki/ríki í Bandaríkjunum og Kanada.

Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN, var einnig með mjög góðan árangur eða 676,506 stig.Hann keppti einnig á öllum böndum, en með 100W í hámarks útgangsafl. Jón Gunnar var í raun með fleiri QSO heldur en Ársæll, en færri margfaldara.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur, stig

QSO

DXCC

Svæði

US/VE

Skýringar

Öll bönd TF3HP*

19,565

116

57

19

15

Hámarks útgangsafl
Öll bönd TF8TTY

2,772

41

31

10

3

Mest 100W útgangsafl
Öll bönd (A) TF3AO*

689,274

1083

164

55

74

Hámarks útgangsafl, aðstoð
Öll bönd (A) TF3IG

41,402

190

77

31

19

Hámarks útgangsafl, aðstoð
Öll bönd (A) TF3PPN*

676,506

1187

145

47

82

Mest 100W útgangsafl, aðstoð

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.


Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 + twenty =