Nokkrir félagar mættu í Skeljanesið snemma í morgun og luku viðgerð á SteppIR-greiðunni
Í gær kom í ljós að SteppIR-greiðan í Skeljanesi virkaði ekki fullkomlega. Snemma í morgun mættu nokkrir félagar til vinnu í Skeljanesið og luku verkinu í eftirmiðdag. Endurnýjaðar voru næstum allar tengingar á stýristrengjum til staka loftnetsins. TF3Y tók að sér að klífa nokkrum sinnum upp að loftnetinu og þurfti því ekki að fella mastrið.

TF3GB, TF3Y, TF3DC og TF3VS, myndina tók TF3JA
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!