,

Ný kallmerki – Til hamingju!

Póst- og fjarskiptastofnun hefur nýlega úthlutað eftirfarandi nýjum kallmerkjum:

TF3BH. Sérstakt kallmerki vegna rekstrar sameiginlegrar stöðvar í húsakynnum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Áb.m.: Lárus Björnsson, TF3LRN.
TF3CL. Leyfishafi: Claudio Corcione (KJ4MLX og IC8BNR). Claudio fær úthlutað G-leyfisbréfi til 1 árs þar sem hann uppfyllir kröfur í 3. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar um framvísun samræmds prófskírteinis (HAREC) og dvalarlengd.
TF3LRN. Leyfishafi: Lárus Björnsson. Lárus stóðst N-próf þann 10. apríl s.l.

Í.R.A. óskar ofangreindum aðilum til hamingju með ný kallmerki.

Eftirtalin kallmerki sem voru til úthlutunar fyrir nokkru verða til notkunar í þessum mánuði (júlí 2010):

TF3HQ. Sérstakt kallmerki vegna rekstrar sameiginlegrar stöðvar í húsakynnum Í.R.A. í IARU HF World Championship keppninni 2010 10.-11. júlí n.k. (sólarhrings starfræksla). Áb.m.: Jónas Bjarnason, TF2JB, f.h. Í.R.A.
TF7X. Sérstakt kallmerki vegna rekstrar sameiginlegrar stöðvar í Vestmannaeyjum í IOTA keppninni 2010 24.-25. júlí n.k. (sólarhrings starfræksla). Áb.m.: Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX, f.h. Radíóklúbbs Reykjaness.

 TF2JB
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen + twenty =