,

Ný tíðni fyrir TF8SDR, 144.550 MHz

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI.

Í samtali við Ara Þórólf Jóhannesson, TF3ARI, á þriðjudag (25. október) kom m.a. fram, að þeir Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, hafi sett upp Windom loftnet (í stað eldra LW loftnets) til viðtöku merkja suður á Garðskaga um s.l. helgi. Truflanir í viðtöku eru þó enn í ca. S5 á mæli og á eftir að finna upptök þeirra. Ari sagði, að búið væri að skipta um viðskiptaaðila fyrir nettengingu en nýlega var gerður samningur við Nova. Þá hefur verið sett upp loftnet fyrir TF8SDR á 2 metra bandinu sem það var til á staðanum. Um er að ræða 5/8-? loftnet sem áður hefur líklega verið notað fyrir radíóvita á vegum félagsins þar á staðnum.

Í ljósi ábendinga þess efnis, að „packet” merki hafa verið send út á vegum Í.R.A. undir kallmerkinu TF3NOS í gegnum tíðina á tíðninni á 144.650 MHz (sem TF8SDR hafði fengið úthlutað) hafði stjórn félagins frumkvæði að því að hafa samband við Ara, með tillögu um nýja tíðni í stað þeirrar fyrrnefndu. Félagið gerði tillögu um tíðnina 144.550 MHz og gerði hann ekki athugasemdir við það. Í framhaldi var erindi sent til Póst- og fjarskiptastofnunar með ósk um úthlutun á 144.550 MHz fyrir TF8SDR. Erindi barst frá stofnuninni í dag (26. október) það sem það mál gekk eftir. Ari sagði, að hugmyndin væri að hefja 2 metra sendingarnar með merkjum af 3637 kHz jafnvel um komandi helgi eða strax og aðstæður leyfa.

Stjórn Í.R.A. þakkar Ara gott samstarf og óskar honum góðs gengis með áhugavert verkefni.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × five =