,

HF stöðvar á markaði fyrir radíóamatöra

Jónas Bjarnason, TF3JB, mætti í Skeljanes 28. febrúar og hélt erindi undir heitinu: “Kaup á nýrri HF amatörstöð vorið 2019; markaðurinn og ný viðhorf”.

Erindið byggði á grein í 1. tbl. CQ TF 2018 um sama efni, uppfært til dagsins í dag. Hann ræddi einnig um áhrifaþætti á markað fyrir nýjar HF stöðvar, svo sem lága stöðu sólbletta og ný viðhorf í ljósi aukinna vinsælda stafrænna tegunda útgeislunar og breytingar á sölukerfi amatörstöðva og búnaðar.

Farið var yfir markaðinn í heild og fram kom m.a. að 13 framleiðendur í 7 þjóðlöndum bjóða alls 46 gerðir HF stöðva sem skiptast á 15 mismundandi tegundir. Þrír þeirra stærstu, Icom, JCV Kenwood og Yaesu, eru með 52% af framboðinu. Ódýrasta HF stöðin er Minion Mini frá QRPver í Úkraínu sem kostar 52 þúsund krónur og ódýrasta 100W stöðin er DX-SR8 frá Alinco í Japan sem kostar 83 þúsund krónur (verð með öllum gjöldum til landsins m.v. daginn í dag).

Jónas leit að lokum til þróunar markaðarins fram til ársins 2025. Hann ræddi um væntanlegar breytingar svo sem aukna innkomu framleiðenda frá A-Evrópu og Kína. Ennfremur um stöðu áhugamálsins gagnvart breyttri þjóðfélagsskipan, m.a. aukna samkeppni um tíma fólks og tómstundir sem hefur áhrif á endurnýjun í hópi radíóamatöra líkt og annars staðar.

Alls mættu 27 í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld. Mikill áhugi var á umfjöllunarefninu og fyrirspurnir og umræður stóðu fram yfir kl. 22:30 þegar TF3JB var þakkað fyrir fróðlegt og áhugavert erindi með lófaklappi.

Skeljanesi 28. febrúar. Jónas Bjarnason TF3JB flutti erindi um kaup á nýrri HF amatörstöð vorið 2019 og um markaðinn og ný viðhorf.
Hluti fundarmanna í Skeljanesi 28. febrúar. Frá vinstri (fremst): Jón Björnsson TF3PW, Wihelm Sigurðsson TF3AWS, Einar Kjartansson TF3EK, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, Georg Kulp TF3GZ, Óskar Sverrisson TF3DC, Bernhard M. Svavarsson TF3BS, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Sigurður Smári Hreinsson TF8SM, Mathías Hagvaag TF3MH, Eiður Kristinn Magnússon TF3-071 og Guðrún Hannesdóttir TF3GD. LJósmyndir: Kristján Benediktsson TF3KB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eight + 18 =