Nýjar skilagreinar frá TF Í.R.A. QSL Bureau
QSL skilagreinar fyrir QSL Bureau félagsins voru fyrst kynntar til sögunnar árið 2009 og endurgerðar í fyrra (2010). Í nóvember 2011 kom fram hugmynd um að nýta bakhlið eyðublaðsins (sem til þess tíma hafði verið auð) og birta þar leiðbeiningar frá QSL Manager ásamt lista yfir þau DXCC lönd sem ekki hafa starfandi QSL Bureau. Samkvæmt þessu var unnin upp endurgerð skilagrein í samvinnu við Guðmund Sveinsson, TF3SG, QSL Manager félagsins sem nú hefur verið til dreifingar frá 9. desember. Sjá mynd af fram- og bakhliðum nýju skilagreinarinnar hér fyrir neðan
Eins og sjá má á myndinni hefur framhlið skilagreinarinnar verið endurhönnuð m.a. með tilliti til þeirra sem handskrifa á eyðublöðin. Í annan stað hefur QSL Manager ákveðið að bjóða um val á greiðsluaðferð þegar menn greiða fyrir kort til útsendingar. Annars vegar gildir óbreytt fyrirkomulag áfram, þ.e. að leggja reiðufé í umslagið með kortunum. Nýbreytnin felst í því að bjóða félagsmönnum að leggja kortagjaldið inn á bankareikning kortastofunnar. Kosturinn er einkum sá, að t.d. félagsmenn úti á landi og aðrir sem kjósa að senda kortin í pósti til kortastofunnar, þurfa ekki lengur að leggja reiðufé í umslagið með kortunum.
Kjósi menn að leggja beint inn á reikning kortastofunnar, eru bankaupplýsingar þessar: Banki nr. 0111 / höfuðbók 05 reikningur nr. 246483 / kennitala 040659-6259. Í skýringu með greiðslu, skal skrá kallmerki/hlustmerki félagsmanns og fjölda innsendra korta.
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum til hamingju með þessa nýju þjónustu.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!