NÝR RÓTOR Í MASTRIÐ Í SKELJANESI.
Í dag, sunnudaginn 19. janúar 2025, þá mættu þessir „snillar“ vestur í Skeljanes til að koma stóru greiðunni aftur í gang. Veður var kalt og vindur, en þeir luku þessu með miklum ágætum.
Þetta eru þeir Georg Kulp TF3GZ og Sigurður R Jakobsson TF3CW sem hér sjást kuldalega klæddir. Þeir eru nýbúnir að ná niður gamla bilaða rótórnum sem þeir halda hér á, og undirbúa sig undir að setja nýjan rótor í staðinn og nýja hreyfanlega fæðilínu.
Það var unnið í skotbómulyftara í 20 m. hæð og þar vaggar allt og hreyfist, og það er kalt, og það er hvasst, og það þarf að hluta til að vinna berhentur. Niðri á jafnsléttu fylgdust með þeir Georg Magnússon TF2LL, Benedikt Sveinsson TF3T og Sveinn Goði TF3ID, já og hundurinn Skíma reyndist jafn áhugasöm og þeir strákarnir. (Texti og ljósmyndir: Andrés Þórarinsson, TF1AM)
UMSÖGN TF3CW: „Þetta gekk ljúft með góðra manna aðstoð….Algert lykilatriði er að hafa vanan skotbómustjóra á tökkunum, og þar höfum við Georg Kulp…sem hefur meira að segja kennsluréttindi á svona græjur…! Georg Magnússon var við stjórnvölin í „sjakknum“, og fínstillti stefnuna á rótornum…. Svo voru það Andrés og Sveinn Goði sem helltu uppá kaffið og kom svo ekki Andrés með heimabakaðar lummur og túnfisksalat í ofanálag…! Lífið er gott…!!“.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!