,

Nýr stöðvarstjóri TF3IRA

Benedikt Sveinsson, TF3CY.

Benedikt Sveinsson, TF3CY, er nýr stöðvarstjóri TF3IRA. Hann var skipaður í embætti á fundi stjórnar félagsins þann 10. mars. Benedikt er G-leyfishafi og handhafi leyfisbréfs nr. 200. Hann er mikill áhugamaður um fjarskipti, m.a. um EME fjarskipti og hafði t.d. fyrsta EME sambandið á 50 MHz frá TF þann 12. júlí í fyrra (2010) og líklega fyrsta EME sambandið frá íslensku kallmerki á 144 MHz þann 19. febrúar s.l. Benedikt hefur einnig áhuga á alþjóðlegum keppnum og CW. Faðir hans er Sveinn Guðmundsson, TF3T og bróðir er Guðmundur Sveinsson, TF3SG.

Stjórn Í.R.A. væntir mikils af liðsinni Benedikts og býður hann velkominn til starfa. Hann mun formlega taka við embættinu allra næstu daga.

Sveini Braga Sveinssyni, TF3SNN, fráfarandi stöðvarstjóra, eru jafnframt þökkuð góð störf.

F.h. stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 + 5 =