,

Nýtt amatörband í höfn á WRC 2012

Frumvarp nr. 1.23 um nýtt amatörband í tíðnisviðinu 472-479 kHz hlaut jákvæða umfjöllun á WRC 2012 ráðstefnunni í Genf í gær, þann 13. febrúar. Frumvarpið verður því með í heildarpakkanum sem lagður verður fyrir til endanlegrar samþykktar á föstudag, sem er síðasti dagur ráðstefnunnar.

Ef allt gengur eftir, mun hið nýja band verða heimilað á víkjandi grundvelli. Hámarksútgangsafl miðast við 1W (EIRP) en leyfishafar í löndum, þar sem landfræðileg lega er umfram 800 km frá tilgreindum þjóðlöndum, munu geta sótt um heimild fyrir allt að 5W (EIRP)

Alþjóðleg radíófjarskiptaráðstefna ITU, WRC-12 (World Radiocommunication Conference 2012) hófst í Genf þann 23. janúar og lýkur n.k. föstudag, 17. febrúar. Sérfræðingar Póst- og fjarskiptastofnunar sækja ráðstefnuna fyrir hönd Íslands.

Upplýsingar um ráðstefnuna má sjá á eftirfarandi vefslóð: http://www.itu.int/ITU-R/index.asp?category=conferences&rlink=wrc-12%3C=en

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 + fourteen =